Viðtal - Interview

Thu, 23.May 2013

bb.is | 23.05.2013 | 07:45
Ísafjörður árið 1893
„Við erum mjög heppin með bæinn okkar að hér sé kjarni bæjarins mjög heill og hápunktur Skúlamálanna hafi átt sér stað á þessum tíma. Þetta er mjög spennandi söguefni,“ segir Helga Hausner sem er einn þeirra Ísfirðinga sem taka á móti ferðamönnum á sumrin og þjónustar farþega skemmtiferðaskipa sem senn fara að streyma til bæjarins. Helga leikur fiskverkunarkonu sem vinnur á fiskrei Ásgeirsverslunar en bregður sér frá vinnu í Neðstakaupstað til að fara með ferðamenn í göngu um bæinn. Að sögn Helgu er hugmyndin á bakvið ferðina sú að skýra út hvernig bæjarmyndin var og hvernig lífshættir voru hér fyrir um það bil hundrað árum, stóru hundraði ára (120 árum) síðan.

„Með þessu er verið að setja fólk inn í þessa hluti á rauntíma en ég skýri meðal annars út nöfn og örnefni á Eyrinni sem tengjast þeim tíma. Hversvegna Silfurtorg heitir Silfurtorg, og svo framvegis. Megin línan í þessari ferð er gamli bærinn, Miðkaupstaður, Neðstikaupstaður og Hæstikaupstaður en á endanum er farið upp Aðalstrætið og horft yfir Eyrina.“

Skúlamálin leika hlutverk í leiðsögn Helgu en hápunktur þeirra átti sér stað árið 1892. Skúli Thoroddsen og Þorvaldur læknir Jónsson voru aðalpersónurnar í því máli en fróðleik um það mál og stemninguna á Ísafirði í kjölfarið er miðlað á ensku, þýsku og íslensku á vegum Isafjordur Guide þjónustu Helgu en þessi nýungagjarni námsráðgjafi og leikskólakennari vinnur einnig fyrir Vesturferðir. Í ferðum eins og Helga býður upp á er fjallað um hjátrú jafnt sem uppgang lífs og atvinnuvega á Ísafirði í árdaga tæknialdar. Mikið er fjallað um þau umskipti sem urðu á lífsháttum fólks þegar sókn fólks úr sveitum til sjávarplássa eins og Ísafjarðar varð viðtekin kostur hjá fátæku fólki sem vildu freista gæfunnar á nýjum vettvangi eftir að lögum um vistarbandið var slitið.

arnaldur@bb.is

<- Back

0 Responses to Viðtal - Interview

Your comment has been submitted and is awaiting approval.

Comment submission has been disabled.

Leave a Reply

Cancel reply

Name:

Email:

Website:

Comment:

Post Comment

We offer Guided Private Tours into environment of Ísafjörður

We perform in English, German and Icelandic

Wir stehen für Nachhaltigkeit, Umweltschutz, Professionalität und kleine Gruppen

We stay for sustainability, environmental protection, professionalism and small groups

 General Info

Tourist Info Westfjords

 

Vulkanausbruch Fagrardalsfjall 2021

Icelandic Santas - Isländische Weihnachtsmänner